Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1099, 112. löggjafarþing 366. mál: veiting ríkisborgararéttar.
Lög nr. 22 10. maí 1990.

Lög um veitingu ríkisborgararéttar.


1. gr.

     Ríkisborgararétt skulu öðlast:
  1. Almqvist, Jan Sigvard, verslunarmaður í Reykjavík, f. 1. september 1959 í Svíþjóð.
  2. Alwood, John Nathaniel, tölvufræðingur í Mosfellsbæ, f. 13. september 1958 í Englandi.
  3. Amin, Niral B., nemandi í Mosfellsbæ, f. 5. desember 1972 á Indlandi.
  4. Anbari, Mostafa, rafeindavirki í Reykjavík, f. 28. júlí 1953 í Marokkó. Fær réttinn 3. október 1990.
  5. Andersen, Jakob Andreas, uppeldisfulltrúi í Reykjavík, f. 8. október 1952 í Danmörku.
  6. Brynja Dan Gunnarsdóttir, barn í Reykjavík, f. 25. ágúst 1985 á Sri Lanka.
  7. Catacutan, Leonardo Dungca, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 22. september 1960 á Filippseyjum.
  8. Chudakanthi, Aurangasri, húsmóðir á Ísafirði, f. 24. október 1942 á Sri Lanka.
  9. Crowe, Margrét Ann, röntgentæknir í Reykjavík, f. 20. júlí 1954 í Skotlandi.
  10. Cummings, Roger, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 18. apríl 1950 í Englandi.
  11. Davis, Daniel Lee, sjómaður í Vestmannaeyjum, f. 21. apríl 1965 í Bandaríkjunum.
  12. Eichmann, Kurt Willi, sjómaður í Reykjavík, f. 23. desember 1948 í Þýska alþýðulýðveldinu.
  13. Engle, Ilojaylah, forstöðukona í Reykjavík, f. 12. janúar 1955 á Filippseyjum.
  14. Fung, Joseph Ka Cheung, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1955 í Hong Kong. Fær réttinn 7. september 1990.
  15. Garside, Christopher Dignus, nemandi í Reykjavík, f. 20 júlí 1969 í Bretlandi.
  16. Haugen, Herborg Laufey Ólafsdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 10. janúar 1919 á Íslandi.
  17. Jón Hannesson, verkamaður í Reykjavík, f. 1. júní 1926 á Hvammstanga.
  18. Kazmi, Syed Zulkernain, verkamaður í Stykkishólmi, f. 16. mars 1962 í Pakistan.
  19. Kornblueh, Nora Sue, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 18. júlí 1951 í Bandaríkjunum.
  20. Krasinska, Ewa Barbara, húsmóðir á Egilsstöðum, f. 12. ágúst 1956 í Póllandi.
  21. Lahham, Hassan al, verkamaður í Reykjavík, f. 9. apríl 1954 í Sýrlandi.
  22. Lazarz, Waclaw, tónlistarkennari á Akureyri, f. 23. maí 1950 í Póllandi.
  23. Leite, Ana Christina de Oliveira Martins Nobre, húsmóðir í Reykjavík, f. 4. desember 1964 í Portúgal. Fær réttinn 12. september 1990.
  24. Lopez, Manuel Fernando Reyes, sjómaður á Akureyri, f. 29. ágúst 1955 í Chile.
  25. Ludwig, Margrét, tannlæknaritari í Reykjavík, f. 9. janúar 1968 í Bandaríkjunum.
  26. Manczyk, Dorota, tónlistarkennari á Akureyri, f. 22. janúar 1960 í Póllandi.
  27. Mangelsdorf, Craig William, garðyrkjufræðingur í Hafnarfirði, f. 14. desember 1959 á Nýja-Sjálandi.
  28. Markarjan, Nawart, nemandi í Reykjavík, f. 22. júní 1947 í Búlgaríu.
  29. Medos, Marino, sjómaður í Vestmannaeyjum, f. 13. apríl 1953 í Júgóslavíu.
  30. Meiling, David Andrew, verkamaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1969 í Reykjavík.
  31. Meiling, Ellen Eliza, nemandi í Reykjavík, f. 17. júní 1972 í Reykjavík.
  32. Mir, Jón Alexander, verkfræðingur í Garðabæ, f. 16. september 1962 í Júgóslavíu.
  33. Moradi, Hamid Reza Ali Pour, nemandi í Reykjavík, f. 24. apríl 1964 í Íran.
  34. Nardini, Tino Maurizio Marco, matargerðarmaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1953 á Ítalíu.
  35. Ng, Kawah, matreiðslumaður í Reykjavík, f. 17. mars 1960 í Hong Kong. Fær réttinn 16. september 1990.
  36. Nicolson, Douglas Malmcolm, lagerstjóri í Reykjavík, f. 4. apríl 1955 í Skotlandi.
  37. O'Mahony, Maureen, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 24. júní 1920 á Írlandi.
  38. Pape, Bryndís, nemandi í Reykjavík, f. 14. október 1960 í Bandaríkjunum.
  39. Pape, Gréta Hólmfríður, húsmóðir í Reykjavík, f. 25. nóvember 1961 í Bandaríkjunum.
  40. Rabasca, María Borghildur, nemandi í Reykjavík, f. 16. maí 1970 í Keflavík.
  41. Reedman, Mark Nöel, tónlistarkennari í Reykjavík, f. 17. nóvember 1946 í Suður-Afríku.
  42. Rettedal, Alan Ludwig, kennari í Reykjavík, f. 25. janúar 1948 í Bandaríkjunum.
  43. Rosdahl, Björn Snorri, barn í Reykjavík, f. 30. október 1978 í Reykjavík.
  44. Ryan, Michael John, sjómaður í Öngulsstaðahreppi, f. 22. júní 1962 í Englandi.
  45. Sahr, Wolfgang, íþróttakennari á Akureyri, f. 5. júní 1958 í Vestur-Þýskalandi.
  46. Serdaroglu, Murat, verslunarmaður í Reykjavík, f. 5. mars 1957 í Tyrklandi.
  47. Súnal, Ómar Hekim, barn í Garðabæ, f. 1. október 1985 í Svíþjóð.
  48. Tbeiaa, Shaban Ashor, næturvörður í Reykjavík, f. 16. júní 1960 í Líbíu.
  49. Thomasen, Atli Knútsson, nemandi í Reykjavík, f. 14. mars 1975 í Danmörku.
  50. Turner, Roland Wilson, tónlistarkennari í Stykkishólmi, f. 27. september 1953 í Bandaríkjunum.
  51. Unabia, Edita Hayag, húsmóðir í Reykjavík, f. 4. ágúst 1953 á Filippseyjum.
  52. Wang, Chao, hagfræðingur í Reykjvík, f. 22. desember 1959 í Kína. Fær réttinn 26. ágúst 1990.


2. gr.

     Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn — ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1990.